hversu mörg tækifæri gefur maður strák..eða hjartanu sínu?
gefst maður einhver tíma upp á þeim sem virkilega náði inn til hjartans manns....? er alltaf annað tækifæri fyrir ástina eða erum við bara öll að leika e-n leik og spila e-ð hlutverk.....ómeðvituð um það?
þessar spurningar eru búnar að vera að elta mig í smá tíma þannig að ef ég reyna að svara þeim eða allavega leyfi sjálfri mér að pæla í þeim þá kannski öðlast hjartað smá ró.
ég var að ræða þetta við vinkonur mínar og msn kærastann minn, í raun samt án niðurstöðu, en til að fá annað sjónarhorn á málið, fór í skónna þeirra og bað þær að fara í mína.
sko, ég held að það sé alltaf til annað tækifæri. ég trúi á að gefa fólki annan sjens. kannski gef ég of marga sjensa en það er nú bara þannig að sumir eru bara það sérstakir og lítil rödd í hjartanu þínu segir þér að þessi manneskja sé af ástæðu í lífi þínu þá verður maður að gefa annan sjens...og ef maður gefur annan sjens fær maður þá ekki líka sjálfkrafa annan sjens?
en hvenær segir maður stopp, hingað og ekki lengra, sjensarnir eru búnir.
í mínu og mr.big tilfellinu þá virðast vera óteljandi sjensar, reyndar er það í báðar áttir, en afhverju ætli það sé? er ég bara að láta koma illa fram við mig eða er hann bara jafn óöruggur og ég og er bara að spila eftir eyranu og tilfinningu hverju sinni..?
ég trúi á ástina og kærleikinn, ég trúi á Bítlana og we can work it out og love is all you need.... en er það bara barnaskapur? á ég bara eftir að þroksast uppúr þessari kjánalegu hópless rómantísku pælingum....
hvenær hættir maður að spila leikinn....er hreinskilni ekki vanmetin og leikurinn ofmetin? það bara er svo skrýtið að maður festist í leiknum og svo þegar maður meðvita' kýs að sitja á bekknum eða vera súkkulaðaikleina þá gengur ekkert upp og hinir í leiknum fara að spila leikinn af meiri áfergju en áður. ég hef prófað báðar leiðir og komist að því að ég er nokkuð góð í leiknum en samt alveg tilbúin að fara að setja tæm át...en þá líka hættir fólk að vilja leika....
strákar eru bara skrýtnir.....girls rule boys droole.......... ég held að ég sé best í því að gefa öðrum ráð en ekki að hlusta á mín eigin.
hjartað er farið að sofa og safna kröftum fyrir nýjan dag í "stóra leiknum".
miðvikudagur, janúar 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þú er búin að eyða of miklum tíma í að horfa á sex and the city!! þú er farinn að skrifa eins og Bradshaw þar sem comentin þín eru sett fram í spurningarformum en ég býst við að það sé tilgangur þinn þar sem þú ert að tala um þinn Mr. Big. Auðvitað vill maður alltaf gefa þeirri manneskju endalausa sénsa sem snertir mann mikið. En það er tími sem maður þarf stundum að fara útaf í leiknum og það er þitt að meta hvenær það er þar sem þú ert bæði leikmaður og í senn þinn eigin þjálfari. Þú verður að skoða þín fyrri samskipti við þinn Mr. Big eru þau áfallamikil? þekkið þið ekki hvort annað það vel að þið vitið að það sama muni gerast aftur og aftur? Eða getið þið breyst það mikið að þið náið saman til að geta stofnað til sambands á milli ykkar á ný... Þau gátu það þar sem þetta er sjónvarpsþáttur. Getur þú gengið í sama hlutinn aftur eða var þetta kannski gott á milli ykkar og endaði vegna slæmrar tímasetningar? Fólk segist ætla breytast en hefuru séð fólk breytast það mikið að það myndar nýjan persónuleika sem þú nærð betur til? og mundu þú getur aldrei gleymt því sem gerðist áður það kemur alltaf aftur upp á yfirborðið!! er það þess virði að gera þetta aftur´? getur það gengið eða mun hjartað bresta á ný?
Mystery Man
mystery man....
vá hvað ég er búin að sakna þín...ég hef klárlega fundið sálufélagann...
ég skal taka commentin þín to heart...
kveðja ;)
Skrifa ummæli